Þessi réttur er fljótlegur og ætti ekki að taka meira en 5-10 að útbúa og skella inn í ofn, einnig sakar ekki að hann er hollur og góður.
Ýsa
Laukur
Gulrætur
Paprika
Sveppir
½ kókosmjólk
½ Sítróna
Rifinn ostur
Salt
Pipar
Karrý
Setjið örlítið af ólífuolíu í botninn á eldföstu móti og setjið fiskinn í botninn á mótinu. Kreistið ½ sítrónu yfir fiskinn. Skerið næst allt grænmetið og stráið yfir fiskinn, kryddið með salt og pipar og karrý og hellið kókosmjólkinni yfir. Setjið svo rifinn ost yfir og setið í ofn í 25 mín á 180°. Berið fram með hrísgrjónum og salati og ísköldu vatni.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst