Börn sjóveik eftir fimleikamót

Sjóveiki setti endapunktinn á Íslandsmótið í fimleikum sem haldið var í Vestmannaeyjum um helgina. Mikill öldugangur og veltingur var um borð í Herjólfi á leið í land með rúmlega þrjú hundruð börn á aldrinum tíu til tólf ára á sunnudagskvöld.Svo mikill var veltingurinn að farþegar þurftu að hvílast og safna orku í nokkra stund eftir að skipið lagði að bryggju, áður en þeir fóru frá borði. Ferðinni aftur til Eyja seinkaði töluvert, meðal annars vegna þess að lengri tíma tók að þrífa farþegarými skipsins en venjulega.
Guðlaugur Ólafsson, stýrimaður á vakt á sunnudaginn, segist hafa orðið var við töluverða sjóveiki meðal farþega í ferðinni. „Þetta er svona þegar þú ert með stóra hópa af krökkum, þá er sjóveikin fljót að smitast á milli þeirra,” segir hann. „Það er líka búin að vera leiðinleg tíð, mikill öldugangur og veltingur. Annars var þetta tiltölulega eðlileg haustferð, en kannski ekki sú skemmtilegasta.”
Keppt var í fyrsta og öðru þrepi á Íslandsmótinu um helgina. Það er í raun undankeppni fyrir meistaramót í almennum fimleikum sem fer fram næsta sunnudag.

Nýjustu fréttir

Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.