Sjóveiki setti endapunktinn á Íslandsmótið í fimleikum sem haldið var í Vestmannaeyjum um helgina. Mikill öldugangur og veltingur var um borð í Herjólfi á leið í land með rúmlega þrjú hundruð börn á aldrinum tíu til tólf ára á sunnudagskvöld.Svo mikill var veltingurinn að farþegar þurftu að hvílast og safna orku í nokkra stund eftir að skipið lagði að bryggju, áður en þeir fóru frá borði. Ferðinni aftur til Eyja seinkaði töluvert, meðal annars vegna þess að lengri tíma tók að þrífa farþegarými skipsins en venjulega.
Guðlaugur Ólafsson, stýrimaður á vakt á sunnudaginn, segist hafa orðið var við töluverða sjóveiki meðal farþega í ferðinni. „Þetta er svona þegar þú ert með stóra hópa af krökkum, þá er sjóveikin fljót að smitast á milli þeirra,” segir hann. „Það er líka búin að vera leiðinleg tíð, mikill öldugangur og veltingur. Annars var þetta tiltölulega eðlileg haustferð, en kannski ekki sú skemmtilegasta.”
Keppt var í fyrsta og öðru þrepi á Íslandsmótinu um helgina. Það er í raun undankeppni fyrir meistaramót í almennum fimleikum sem fer fram næsta sunnudag.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.