Er Kristján Möller samgönguráðherra stoltur af þessu?

Á Alþingi í gær fór fram umræða um störf Alþingis um samgöngumál Vestmannaeyja og var það Árni Johnsen sem hóf þá umræðu. Sagði Árni m.a. að það væri staðreynd að stærsta verstöð landsins væri nánast sambandslaus og einangruð með tilliti til samgangna.
Árni sagði einnig þetta:
“Herjólfur er löngu kominn á aldur og bilanir eru mjög tíðar í skipinu, leki í rörum, bilun í hliðarskrúfu, ónýt bílalyfta og þannig mætti halda áfram, auk óþolandi lyktar eins og vill verða í gömlum skipum með alhliða hlutverk. Skipið er sem sagt komið til ára sinna í þessari þjónustu.” heimild www.althingi.is

Ég verð nú að játa það að þetta er í fyrsta skiptið í mjög langan tíma sem ég er sammála og sáttur við Árna Johnsen, mér hefur fundist hann og aðrir þingmenn kjördæmisins lítið sinna samgönguvanda dagsins í dag.
Bæjarfélagið í heild tapar peningum í hverjum mánuði á þessum samgönguvanda og engin virðist vera að vinna í lausn á vandanum.

Í umræðunni á Alþingi í gær tók samgönguráðherrann Kristján Möller til orða og sagði m.a.
Ég er því ákaflega stoltur af því sem núverandi ríkisstjórn er að gera í þessum málum og vænti þess að þetta verði allt til heilla fyrir Vestmannaeyjar.” Heimild http://www.althingi.is/

Það gleður mitt hjarta mikið að Kristján skuli vera ánægður með það sem ríkisstjórnin er að gera í samgöngumálum eyjamanna en ég get ekki verið sáttur við núverandi ástand og þau vandamál sem því fylgja.
Ég sendi í gær fyrirspurn á framkvæmdastjóra Herjólfs og spurði hann í hversu mörgum ferðum á þessu ári hefði verið upppantað fyrir farþegar og bíl. Svarið var eftirfarandi:
– upppantað hefur verið fyrir farþega 10 – 12 sinnum
– upppantað hefur verið fyrir bíla í 2 – 3 ferðir á viku að vetri til
– upppantað hefur verið fyrir bíla í 4 – 5 ferðir á viku yfir á sumarið.
– Farnar hafa verið 662 ferðir í þessu ári.

Er Kristján Möller samgönguráðherra virkilega stoltur af þessu?

Ég trúi því ekki að samgönguráðherra sé ánægður með núverandi samgöngur eyjamanna, ég held bara að hann viti ekki alveg hversu alvarlegt ástandið er.
Það er ekki hægt að bíða þar til Bakkafjara verður kominn í gagnið, vandamálið þarf að leysa og það strax.

Kjartan Vídó

segðu skoðun þína á spjallborðinu www.eyjar.net/spjall

Nýjustu fréttir

Vara við áhrifum samgönguáætlunar
Í dag eru 53 ár frá upphafi Heimaeyjargossins
Bærinn í samstarf við Markaðsstofu Suðurlands
Alex Freyr Hilmarsson íþróttamaður Vestmannaeyja
Tvíþætt staða orkuskipta
Netöryggisfræðsla fyrir foreldra grunn- og framhaldsskólanemenda
Áskriftarkort sundlaugagesta framlengd
Eyjarnar landa fyrir austan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.