Undanfarna daga hefur verið mikið verðfall á Íslenskum hlutabréfamarkaði og hafa íslenskir fjárfestar tappað miklum fjármunum á stuttum tíma. FL Group þar sem Magnús Kristinsson og félagar voru aðrir stærstu hlutahafar þar til í gær hefur fallið mikið undanfarna daga og vikur.
Á hlutabréfamörkum í morgun hafa hlutabréf 16 fyrirtækja lækkað á meðan einungis þrjú fyrirtæki hafa hækkað.
Vinnslustöð Vestmannaeyja er enn skráð í Kauphöll Íslands en óskað hefur verið eftir afskráningu af markaði eftir að yfirtöku baráttu um fyrirtækið lauk. Það má því segja að í dag sé Vinnslustöðin stöðugasta hlutafélagið á markaði.