Eldur kom upp í Fiskiðjunni

Eldur kviknaði í gömlu frystihúsi í Vestmannaeyjum í nótt. Að sögn lögreglu var tilkynnt um eldinn um kl. 3:30. Slökkviliðsmenn fóru á vettvang skömmu síða og slökktu eldinn sem var ekki mikill. Talsverður reykur myndaðist hinsvegar. Frystihúsið hefur ekki verið í notkun lengi.

Að sögn lögreglu er ekki mikið um verðmæti í Fiskiðjunni gömlu. Hinsvegar hafa ungmenni notað húsið til hljómsveitaræfinga og ekki vitað á þessari stundu með hljóðfæri ungmennanna.

Slökkvistarf tók um klukkustund. Eldsupptök eru ókunn og er málið í rannsókn.

 

Nýjustu fréttir

Prófkjör framundan hjá sjálfstæðismönnum í Eyjum
Vara við áhrifum samgönguáætlunar
Í dag eru 53 ár frá upphafi Heimaeyjargossins
Bærinn í samstarf við Markaðsstofu Suðurlands
Alex Freyr Hilmarsson íþróttamaður Vestmannaeyja
Tvíþætt staða orkuskipta
Netöryggisfræðsla fyrir foreldra grunn- og framhaldsskólanemenda
Áskriftarkort sundlaugagesta framlengd
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.