Eyjamenn stigu stórt skref í átt að því að halda sæti sínu í úrvalsdeild með því að leggja Þrótt að velli í kvöld. Leiksins verður þó seint minnst fyrir fallegan fótbolta því aðstæður voru hreint út sagt skelfilegar, hávaða rok sem stóð á annað markið, rigning og völlurinn þungur. En eina mark leiksins gerði Augustine Nsumba eftir laglega sókn Eyjamanna. Lokatölur urðu 1:0 og fögnuðu Eyjamenn dýrmætum sigri.