Körfuknattleikslið ÍBV lagði í gær B-lið Grindavíkur í forkeppni Subwaybikarkeppninnar í körfubolta. Sigur Eyjamanna var afar sannfærandi en lokatölur urðu 79:63. Mestur varð munurinn 26 stig í fyrri hálfleik en heimamenn slökuðu á í þeim síðari, án þess þó að sigurinn hafi verið í hættu. 32ja liða úrslit hefjast svo um næstu helgi en bæði Reynir og ÍBV leika í 2. deild Íslandsmótsins.