Grjótnám Árna Johnsen á dögunum vakti talsverða athygli en hafði þingmaðurinn sótt nokkrar móbergshellur úr barðinu ofan við Höfðavík við Stórhöfða og fært heim að heimili sínu, Höfðabóli. Í morgun voru svo stórtækar vinnuvélar að störfum við heimili Árna þar sem hellurnar voru fjarlægðar en fyrirhugað er að koma þeim fyrir á sama stað aftur.