Fjórar sterkar til ÍBV

Nú rétt í þessu voru fjórir sterkir leikmenn að skrifa undir samning hjá kvennaliði ÍBV í knattspyrnu. Þetta eru þær Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Birna Berg, Danka Podovac og Vesna Smiljkovic. Þær Berglind, Danka og Vesna gera allar tveggja ára samning við ÍBV en Birna kemur í láni frá FH. Þær Berglind og Birna tengjast Eyjunum sterkum böndum, Berglind lék með yngri flokkum ÍBV áður en hún flutti frá Eyjum og móðir Birnu er frá Eyjum.

Mest lesið