Fjórar sterkar til ÍBV

Nú rétt í þessu voru fjórir sterkir leikmenn að skrifa undir samning hjá kvennaliði ÍBV í knattspyrnu. Þetta eru þær Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Birna Berg, Danka Podovac og Vesna Smiljkovic. Þær Berglind, Danka og Vesna gera allar tveggja ára samning við ÍBV en Birna kemur í láni frá FH. Þær Berglind og Birna tengjast Eyjunum sterkum böndum, Berglind lék með yngri flokkum ÍBV áður en hún flutti frá Eyjum og móðir Birnu er frá Eyjum.
Húsasmiðjan – almenn auglýsing

Mest lesið