Stella Hauksdóttir, trúbador, stendur fyrir stórtónleikum í Alþýðuhúsinu í kvöld, föstudag en henni til halds og trausts verður úrval tónlist­armanna bæði frá Eyjum og Reykjavík. Þetta eru fyrstu alvöru tónleikarnir sem hún heldur hér heima og kominn tími til, því hún hefur samið fjöldann allan af textum og lögum sem eru hluti af tónlistar­sögu og tónlistararfi Vestmannaeyja. Textar Stellu endurspegla lífið sem hún hefur lifað hér sem annars staðar.