Tjaldurinn kominn til Eyja

Jóhann Guðjónsson, fyrrum hafnarstarfsmaður kíkti við á ritstjórn Eyjafrétta.is og tilkynnti að vorboðinn ljúfi, tjaldurinn væri kominn til Eyja. Þegar hann vann hjá Vestmannaeyjahöfn, þá fylgdust starfsmenn vel með komu tjaldsins og yfirleitt hafi hann sést fyrst í kringum 13. mars. Nú er 15. mars og er hann því aðeins seinni á ferðinni.

Mest lesið