Eins og áður hefur komið fram hefur Kaupþing stefnt Vestmannaeyjabæ til riftunar greiðslu Kaupþings hf. til Vestmannaeyjabæjar frá 8. september 2008, að fjárhæð kr. 1.013.229.250. Um leið er þess krafist að Vestmannaeyjabær greiði Kaupþingi hf. þessa sömu fjárhæð til baka. Í stefnunni kemur fram að málið snúist um að þann 8. september greiddi Kaupþing hf Vestmannaeyjabæ til baka peningamarkaðsinnlán.