Menningarverðmæti að glatast?

Stúkan
Fólk var svolítið feimið og vissi ekki alveg hvar það átti að setjast, einhver spurði hvar er Hóllinn? Einn mætti í KR-búningi, það sett­ist enginn í sömu sætaröð, enginn í röðina fyrir aftan eða framan. Hugrakkur KR-ingur. En smátt og smátt þéttist í stúkunni og nánast setið í hverju sæti þegar leikurinn hófst. Það var góð stemmning og ágætis kór sem lét heyra vel í sér þegar dómarinn flautaði einhverja vitleysu eða flautaði alls ekki. Það er erfitt að vera knattspyrnudómari.

Mest lesið