Fulltrúar innanríkisráðuneytis, Vegagerðarinnar, Flugmálastjórnar og Isavia funduðu um stöðuna í ráðuneytinu í gær.
Í framhaldi af því ræddust við í dag þeir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri og Hörður Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ernis, og komust að samkomulagi um að Ernir myndu starfrækja áætlunarflug sitt innanlands eins og verið hefur næstu vikur a.m.k fram til áramóta.