Í hádeginu í dag var dregið í fyrstu umferð bikarkeppni karla en ÍBV teflir fram tveimur liðum í keppninni eins og undanfarin ár. A-lið ÍBV dróst gegn B-liði HK en B-lið ÍBV mætti einmitt A-liði HK í bikarkeppninni í fyrra. B-liðið datt í lukkupottinn nú, situr hjá í fyrstu umferð og er því komið í 16 liða úrslit, án þess að spila leik. Geri aðrir betur.