Það eru mikil umskipti hjá Grími Gíslasyni frá því að reka veisluþjónustu í kjallaranum heima hjá sér og að vera kominn í 1000 fermetra húsnæði við Hlíðarveginn þar sem framleidd eru þrjú til fjögur tonn af tilbúnum fiskréttum á dag og aðstaða fyrir fiskvinnslu. Nú eru réttir frá Grími kokk seldir um allt land en áfram skal haldið og sér Grímur ótal tækifæri fram­undan. Nýtt húsnæði opni þeim nýja möguleika og framtíðin sé björt.