Eyjamaðurinn Sölvi Breiðfjörð, háseti á Guðmundi VE er nokkuð lunkinn ljósmyndari og hefur myndað bæði til sjós og lands. Hann hefur nú sent þrjár myndir inn í ljósmyndakeppni á vefnum FineArtAmerica, sem er ört vaxandi, alþjóðleg listaverka- og ljósmyndasíða með um 150 þúsund virka þátttakendur frá öllum heimshornum. Ein myndanna má sjá hér að ofan en keppnin fer þannig fram að lesendur kjósa um bestu myndirnar.