Kvennalið ÍBV mætir Hetti frá Egilsstöðum í 16 liða úrslitum Borgunarbikarsins en dregið var í dag. Höttur leikur í B-riðli 1. deildar og er búið að spila einn leik, gegn nágrönnum sínum í Fjarðarbyggð og unnu þann leik 0:3. Leikur ÍBV og Hattar fer fram í Eyjum, sem er klárlega kostur, þótt ferðakostnaðurinn sé mikill en félögin skipta honum á milli sín í bikarnum.