Í framhaldi af tilkynningu um að Vestmannaeyjabær hafi nýtt sér forkaupsrétt á dragnótaskipinu Portland VE, óskuðu tvö útgerðarfyrirtæki í bænum eftir viðræðum um að Vestmannaeyjabær myndi framselja kauptilboðið til sín. Það hefur nú gengið eftir en útgerðarfyrirtækin tvö, Dala-Rafn og Glófaxi eru bæði rótgróin fjölskyldufyrirtæki í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá bæjaryfirvöldum.