„Fréttir um lokun skurðstofunnar í Eyjum vekja mig til umhugsunar um hvort að flokkurinn minn, Sjálfstæðisflokkurinn, og fólkið sem að ég kaus ætlar að standa undir væntingum.“ Þetta skrifaði Grímur Gíslason, formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi á facebook-síðu sinni fyrir helgi. Hann bendir á að með því að skera niður í menningu og list hjá hinu opinbera, mætti auðveldlega útvega nægilegt fjármagn til að halda skurðstofunni opinni.