Fjárlagafrumvarps nýrrar ríkis­stjórnar var beðið með nokkurri eftirvæntingu. Viðbrögðin við hinu síðbúna frumvarpi, sem birtist þremur vikum seinna en vera átti sam­kvæmt þingskapalögum, eru vægast sagt blendin. Fyrst ber að nefna það sem jákvætt er, að reynt er að ná hallalausum fjárlögum árið 2014. Að því hefur verið stefnt síðan haustið 2011 og umfangsmiklar aðgerðir fyrri ríkisstjórnar, reyndar allt frá miðju ári 2009, hafa miðað að því. Afkoma ríkissjóðs hefur ­batnað á hverju ári síðan 2008 og stórbatnað ef hinn hrikalegi halli áranna 2008 og 2009 upp á 10-14% af vergri landsframleiðslu er hafður í huga.
Ríkisfjármálaáætlunin til meðallangs tíma er hins vegar vægast sagt dapurlegt plagg eins og hún nú birtist í framreikningum fjármála­ráðuneytisins. Samkvæmt henni verður afkoma ríkissjóðs í járnum næstu þrjú ár og versnar reyndar aftur milli áranna 2015 og 2016. Veldur þar ekki síst að mikilvægir tekjustofnar, sem fyrri ríkisstjórn byggði upp, hverfa út úr myndinni án þess að núverandi ríkisstjórn virðist ætla að aðhafast neitt í staðinn. �?annig verða á árinu 2016 mun lægri veiðigjöld, lægri virðisaukaskattur á hótelgistingu, enginn auðlegðarskattur, enginn orkuskattur og bankaskattur á þrotabú, sem núverandi ríkisstjórn hyggst taka upp, verður horfinn aftur.
Landsbyggðargleraugun
Fjárlagafrumvarp er hægt að lesa eins og fleira með mismunandi gleraugu á nefinu. Ef við bregðum nú upp landsbyggðargleraugunum og skoðum sérstaklega hvernig framlög til byggðamála og atvinnu­þróunar og nýsköpunar eru með­höndluð, birtist nöturleg mynd. Hér skal aðeins tæpt á því helsta:
1) Sóknaráætlanir landshlutanna, sem fá á þessu ári 400 m. kr., eru þurrkaðar út. Eftir standa 15 m. kr. sem á að nota í aðkeypta sérfræði­þjónustu til að gera úttekt. �?þarfi er að eyða mörgum orðum í hvílíkt bakslag hér er á ferðinni varðandi sóknarstefnu í byggðamálum. Mikil vinna hefur verðið lögð í það af hundruðum sveitarstjórnarmanna og fagfólks að móta aðferðafræð­ina, auk þess sem stjórnarráðið hefur byggt upp stýrinet ráðuneyta til að einfalda samskipti við aðila í landshlutunum. �?ll þessi vinna er nú sett í uppnám og hugmynda­fræðin um völd og áhrif út í lands­hlutana einnig.
2) Sérstakt framlag til Byggðastofn­unar til að styðja við brothættar byggðir upp á 50 m. kr. er fellt brott.
3) Niðurgreiðsla húshitunar á köld­um svæðum er lækkuð um 75 m. kr. Í fjárlögum yfirstandandi árs var hækkun upp á 175 m. kr. á þessum lið og var það hugsað sem fyrsti áfangi af þremur til að koma þess­um málum í viðunandi horf. Í stað þess að komast áfram er nú farið ­afturábak.
4) Liðurinn jöfnun námskostnaðar, svonefndir dreifbýlisstyrkir, er ­skertur um 8,8 m. kr.
5) Felld er niður fjárveiting á liðnum jöfnun flutningskostnaðar upp á 196,5 m. kr. �?etta þarf í sjálfu sér ekki að þýða að fallið verði frá jöfnun flutningskostnaðar, baráttu­mál sem loksins komst á í tíð fyrri ríkisstjórnar, þar sem greiðslur ­berast eftir á. En, það mun ekki létta róðurinn að þurfa að sækja nýja fjárveitingu í verkefnið og þá vegna samtímagreiðslna árið 2015 ef það er hugsunin.
5) Styrkir til innanlandsflugs sem nýtur stuðnings eru lækkaðir um 75 m. kr. og ­einnig virðist eiga að draga úr stuðningi við rekstur inn­an­landsflugvalla sem starfræktir eru samkvæmt þjónustusamningi við ÍSAVÍA.
6) Vegagerðinni er nú gert að skila í ríkissjóð 1252 m. kr. af mörkuðum tekjum sínum á sama tíma og verulegur samdráttur verður í almennum vegaframkvæmdum og viðhaldi.
7) Framkvæmdasjóður ferðamála, sem á þessu ári hafði úr að spila 500 m. kr. til viðbótar tekjum af gistináttagjaldi, er skertur um 359 m. kr. Með því verður verulegt bakslag í uppbyggingu nýrra áfanga­staða og úrbótum á fjölsóttum ferðamannastöðum. Uppbygging í þjóðgörðum og á friðlýstum svæðum fær, ef eitthvað er, enn verri útreið.
8) Loks má nefna nokkur einstök verkefni sem slegin eru af eða fá harkalega útreið. �?ekkingarsetur á Kirkjubæjarklaustri, svonefnd Kirkjubæjarstofa, verður af sínum 290 m. kr. Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi missir sínar 100 m. kr. sem ætlaðar voru í breytingar og endurbyggingu á húsakosti stofnunarinnar og Heilbrigðisstofnun Vesturlands í Stykkishólmi er strikuð út með sambæri­lega 70 m. kr. fjárveitingu. Fjárveiting til byggingar verknámshúss Fjölbrautaskóla Suðurlands upp á 274,7 m. kr. fellur niður.
Almennt verður að segja að lítill metnaður einkennir fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar þegar kemur að framtíðarsýn og stuðningi við fjölbreytta atvinnuuppbyggingu, skapandi greinar, nýsköpun og þróun og sóknaraðgerðir í byggðamálum. Vissulega er haldið áfram með stórverkefni eins og Norðfjarðargöng, einhverjar úrbætur verða í Landeyjarhöfn o.s.frv., en heilt yfir litið boðar fjárlaga­frum­varpið afturför á þessum sviðum. Niðurstaðan er að fjárlaga­frumvarpið þolir illa lestur með landsbyggðargleraugu á nefinu og boðar undanhald en ekki sókn í atvinnuþróunar- og nýsköpunarmálum, ekki síst í dreifðum byggð­um.