�??Ákvörðun um að loka flugvellinum í Vestmannaeyjum er algjörlega út í hött sérstaklega í ljósi þess að von er á mikilli aukningu farþega í flugi til og frá Vestmannaeyjum. Með þetta að leiðarljósi þá lokar ISAVIA vellinum �?? hvað er eiginlega í gangi?�?? spurði Ásgeir �?rn �?orsteinsson, sölu- og markaðsstjóri Flugfélagsins Ernis þegar þessi ákvörðun Isavia var borin undir hann. Ernir er ekki með áætlunarflug til Eyja á laugardögum en hefur flogið flesta laugardaga í vetur og hefur þeim fjölgað eftir að yfirvinnubann hófst hjá Herjólfi.
�??Maður er hundfúll og leiður enda er þetta alveg fáránlegt. �?að hefur verið mikið að gera hjá okkur síðustu daga og mikið framundan. Við erum að reyna að bregðast við þeim samgönguvanda sem nú er í Vestmannaeyjum eftir að verkfall hófst hjá Herjólfi. Flogið er mikið af aukaflugum dag hvern og reynt að mæta eftirspurn eftir bestu getu. �?etta bitnar verst á Eyjamönnum sem sitja eftir með sárt ennið verði þessari ákvörðun ekki breytt. Reyndar trúi ég ekki að þetta verði látið standa eins og ástandið er.�??
Ásgeir fullyrðir að Flugfélagið Ernir mun ekki leggja út í þann aukakostnað sem felst í því að opna flugvöllinn í Vestmannaeyjum á laugardögum, nóg er komið af gjöldum sem leggjast á flugið. �?að verða því engin aukaflug sett upp næstu laugardaga verði af þessari lokun. �?ess má geta að Ernir er með sex aukaflug á í biðstöðu þangað til málin skýrast frekar og því eru vel yfir 200 manns í óvissu nú þegar vegna næsta laugardags.
Eyjafréttir hafa leitað eftir viðbrögðum frá Flugmálastjórn en ekki haft erindi sem erfiði.