ISAVIA hefur nú ákveðið að loka Vestmannaeyjaflugvelli á laugardögum en tilkynning þess efnis var birt á vef ISAVIA í dag. �?ar segir að svokölluð AFIS þjónusta sé ekki í boði á laugardögum, sem þýði í raun og veru lokun flugvallarins, nema með talsverðum kostnaði sem viðkomandi flugfélag greiðir. Lokunin þýðir að engar ferðir verða milli lands og Eyja á laugardögum en eins og fram hefur komið áður, siglir Herjólfur ekki á laugardögum og sunnudögum vegna verkfalls undirmanna á skipinu. �?að gefur því enn á bátinn í samgöngumálum Eyjamanna og var nú varla á það bætandi. Lokunin gildir frá og með næsta laugardegi, 15 mars, til laugardagsins 26. apríl.
�?etta sýnir hins vegar enn og aftur að þeir sem fara með völdin og eru staðsettir á höfuðborgarsvæðinu, eru í engum tengslum við það sem er að gerast í Vestmannaeyjum og þeirri stöðu sem nú er hér. Hvaða heilvita manni hefði dottið í hug að loka flugvellinum þegar samgöngur á sjó eru í lamasessi? Sá hinn sami er í það minnsta alls ekki í sambandi og nú er rétt að Eyjamenn segi hingað og ekki lengra. Íbúar hér greiða að meðaltali mun hærri skatta í ríkiskassann en gengur og gerist á landinu en grunnþjónustan er í engu samræmi við þær tekjur sem yfirvöld hafa af samfélaginu hér. Í sannleika sagt veit sá sem þetta skrifar ekki hvort hann eigi að hlæja eða gráta. �?etta hlýtur að vera aprílgabb, slík er vitleysan.