Elliði Vignisson, bæjarstjóri staðfesti í samtali við Eyjafréttir að ISAVIA hefði ákveðið að loka Vestmannaeyjaflugvelli á laugardögum. �??Jú því miður þá er það svo að flugmálayfirvöld hafa nú tilkynnt að frá og með næsta laugardegi verði AFIS þjónusta ekki veitt á laugardögum nema um hana sé beðið. �?að merkir að ekki er hægt að fljúga farþegaflug til Eyja nema með umtalsverðum aukakostnaði. �?etta bætist ofan á þann veruleika að samgöngur á sjó við Vestmannaeyjar eru núna ekki nema svipur hjá sjón og engar um helgar vegna yfirvinnubanns á Herjólfi,�?? sagði Elliði.
Hann segir jafnframt að þessi veruleiki sem Eyjamönnum sé boðið upp á í samgöngumálum, sé farsakenndur og óraunverulegur. �??Satt að segja þá er þetta svo galið að ég er enn að vona að ég sé staddur í þættinum �??Tekinn�?? og Auddi Blö stökkvi bráðum fram og tilkynni að þetta sé bara djók. �?g hef ekki nokkra trú á því að samgönguyfirvöld komi stofnunum sínum upp með svona lagað. �?essu verður breytt �?? það er bara alveg á hreinu. Hitt er svo annað að það er ótrúlegt að þurfa ætíð að vera að rjúka í ráðherra vegna jafn sjálfsagðra mála. �?etta er svona eins og að maður þurfi að tala við heilbrigðisráðherra áður en maður tekur inn magnyl eða fjármálaráðherra áður en maður fer í hraðbankann. �?að sér hver heilvitamaður að flugvellinum í Vestmannaeyjum verður ekki lokað á laugardögum bara sí svona �?? þá náttúrulega alls ekki þegar flug er eina samgönguleiðin til og frá Eyjum.�??