Elliði Vignisson, bæjarstjóri vandar Isavia ekki kveðjurnar eftir að Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi Isavia upplýsti í viðtali á Eyjafréttum að bæjarfulltrúum hefði verið kunnugt um lokun flugvallarins. Hann segir að um yfirklór ríkisstarfsmanna sé að ræða og betra væri ef þeir myndu sinna skyldum sínum í að tryggja öruggar samgöngur.
�??Nú bítur ISAVIA höfuðið af skömminni í þeirri veiku viðleitni að klóra yfir þá fáránlegu ákvörðun sína að loka flugvellinum á þeim tíma sem yfirvinnubann er í gangi á Herjólfi. Sjálfsagt er dagskipuninn að betra sé að veifa röngu tré en engu og reyna að koma sök yfir á starfsmenn Vestmannaeyjabæjar sem þeir kalla �??fulltrúa bæjarstjórans�??. Hið sanna í þessu er að 14. febrúar sl. komu starfsmenn ISAVIA til Eyja og hittu þar á starfsmenn Vestmannaeyjabæjar, þau �?laf Snorrason framkvæmdarstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs og Kristínu Jóhannsdóttur markaðsfulltrúa. Á þeim fundi var farið yfir þjónustu flugvallar og annað sem tengist rekstri ISAVIA hér. �?á hafði engin hugmynd um að nú myndi standa yfir yfirvinnubann á Herjólfi og flugvöllurinn yrði eina gáttin að Eyjum. Sjálfur hitti ég þessa kappa þegar ég mætti þeim upp á flugvelli. �?ar hefði þeim verið í lófa lagið að tilkynna mér þessa lokun en það gerðu þeir ekki. Næst sjáum við tilkynningu um að í miðju yfirvinnubanni þegar samgöngur á sjó liggja niðri verði flugvellinum lokað.
Nú segja þeir svo að það sé af því að ég hafi ekki sagt þeim að það væri yfirvinnubann á Herjólfi. �?etta er nú aldeilis gæfulegt,�?? sagði Elliði.
Hann bendir einnig á að innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir, hafi lýst því yfir í gær að samráð ætti að hafa við sveitarfélög um að halda þjónustustiginu sem hæstu. �??ISAVI er í eigu ríkisins og starfsmönnum þar ber að sinna þeim skyldum sínum að tryggja öflugar og góðar samgöngur við Vestmannaeyjar frekar en að klóra yfir mistök sín á þennan máta. Svo ættu þeir etv. að lesa viðtal við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur ráðherra samgöngumála frá því í gær áður en þeir lýsa yfir að etv. verði þjónustu tími aftur styttur í vetur en þar segir hún �??Við þurfum að endurskoða ýmislegt en viljum gera það í samráði við sveitarfélög. Við viljum reyna að halda þjónustustiginu sem hæstu. Minni fjárframlög þýða ekki endilega þjónustuskerðingu,�??. �?að samráð er enn eftir þótt Friðþór Eydal talsmaður Isavia gefi sér hver niðurstaðan verði boði þjónustuskerðingu. Fyrstu skref ISAVIA að samráðinu eru amk. ekki gæfuleg.�??
Elliði segir að verkefnið sé ærið að halda uppi góðum samgöngum við Vestmannaeyjar og fjölmörg atriði sem betur mættu fara. �??Vestmannaeyjar eru eyja. Við búum hér í næst stærsta byggðarkjarna á landsbyggðinni og framleiðum hér gríðaleg verðmæti fyrir þjóðarbúið. Bæði ISAVIA, Vegagerð, Siglingastofnun og öðrum verður að vera ljós sú skylda sín að halda uppi öflugum samgöngum. �?túrsnúningur og undandráttur skilar ekki betri samgöngum. Flugvöllurinn er okkur mikilvægur og hann verður að vera opinn alla daga vikunnar án sérstaks gjalds eins og þeir stefndu nú að. Framkvæmdum við Landeyjahöfn er ekki lokið og verður það ekki fyrr en höfnin veitir þjónustu allt árið með viðráðanlegum frátöfum vegna veðurs og sjólags. Herjólfur er orðin of gamall og við þurfum nýtt skip sem ræður betur við siglingar í Landeyjahöfn. Gjaldskrá Herjólfs er of há. Ferðir eru of fáar. Verkefnalisti embættismanna á samgöngusviði er því langur og ég vona að þeir setji krafta sína núna í að leysa vandann frekar enn að klóra yfir mistökin.�??