�?t er komin bókin Nála-riddarasaga eftir Evu �?engilsóttur og ætlar höfundur að koma hingað til Eyja og lesa fyrir gesti í Eymundsson nk. laugardag kl 12:00. Eva er nátengd Eyjunum, en eiginmaður hennar er Eyjapeyinn Martin Eyjólfsson. Nála – riddarasaga fjallar um stúlkuna Nálu og hugumstóran riddara sem þeysir um heiminn á hestinum sínum fráa og berst við alla sem á vegi hans verða.
Nála er fyrst og fremst ævintýri en fjallar í raun um það hvernig við kjósum að nota það sem við höfum eða fáum í hendur. Valið um gott og illt, stríð og frið og þau hlutverk sem við leikum stundum af því að við þekkjum ekki annað.
Í umsögn Vigdísar Finnbogadóttur um bókina segir: �??Ekkert er skemmtilegra en að skoða og lesa góðar barnabækur og hér er ein, fallegt listaverk sem byggir á íslenskum menningararfi. �?essi saga býr yfir miklum og margvíslegum boðskap: með ólíkri nálgun og lífsafstöðu getur það sem eyðir og grandar skapað frið og kærleika.�??