Ótrúlega hamingjusöm (og útúrlyfjuð)
26. október, 2015

Ég varð fertug á árinu sem er alveg dásamlegt sko, en einhvern vegin átti ég samt von á meiri þroska, visku og umburðarlyndi á þessum merku tímamótum. Það spilar kannski eitthvað inn í hvað mér finnst svo margt í íslensku þjóðfélagi einkennast af heimsku og vitleysu. Við hjökkum endalaust í sama farinu, gerum sömu mistökin á sama hátt, gerum þau aftur og aftur og virðumst aldrei geta lært af mistökumi fortíðar. Allt púðrið fer svo í að finna einhvern til að taka á sig allt klúðrið í stað þess að vinna að því að finna lausnir og nýjar leiðir.  

Allavega.

Eins og mér leiðist þessi vitleysa í þjóðfélaginu ótrúlega mikið, þá dáist ég endalaust að þeim sem þora að synda á móti straumnum og segja skoðanir sínar og sögur, þrátt fyrir að þær stingi mann stundum.

Sannleikurinn er stingur nefnilega stundum…

Ísland er önnur hamingjusamasta þjóð í heimi samkvæmt bæði Sameinuðu Þjóðunum og OECD. Vúhú fyrir okkur! En við erum líka sú þjóð, innan OECD, sem notar mest af geðlyfjum til að tækla daglegt líf. Ég hef velt því fyrir mér hvort það sé engin innan þessa OECD sem sjái neitt athugavert við þessar niðurstöður…? Kannski er ég bara einföld og vitlaus og skil ekki stjórnmál (sem er satt) en mér finnst samt þessi stærðfræði einfaldlega ekki ganga upp.

Við erum kannski bara svona ótrúlega hamingjusöm af því að við erum hreinlega útúrlyfjuð?

Það er miklu frekar dælt geðlyfjum í fólk sem á við tilfinningakrísur að stríða, heldur en að hjálpa þeim að vinna sig út úr þessum krísum. Það detta allir einhverntíma niður í geðinu. Allir. Annað er óhjákvæmilegt þegar maður fæðist sem manneskja.

En það er auðvitað ekkert kúl við það að vera þunglyndur eða með kvíða og hvað þá ef geðsjúkdómarnir eru eitthvað meiri en það. Allt sem er ekki hipp og kúl viljum við ekki ræða opinskátt. Við viljum ekki að fólk dæmi okkur, við viljum ekki missa virðingu og aðdáun annarra. Að vera samþykktur og forðast fordæmingu er jú það sem þetta allt snýst um. Við göngum oft ansi langt til þess að passa það að fólk hafi enga ástæðu til að dæma okkur. Við göngum það langt að við erum oft tilbúnari að deyja frekar en að missa virðingu og álit annarra.

Það eru allir með eitthvað sem enginn má vita af. Ó, þessi skelfilega skömm.

Fyrir nokkrum árum var gerð rannsókn í Ástralíu þar sem menn reyndu að sanna þá kenningu að streita eða félagsleg einangrun leiddu til brjóstakrabbameins. Það sem kom í ljós var að konur sem höfðu upplifað mikla streitu, langvarandi streitu eða áfallastreitu, voru ekki líklegri til að þróa með sér krabbamein. Og konur sem höfðu engan félagslegan stuðning voru heldur ekki í neinni hættu. En þær sem höfðu upplifað mikla streitu og gátu ekki talað um það – voru í 9.5 sinnum meiri hættu á að fá krabbamein.

Það nákvæmlega sama á við um geðræna erfiðleika. Það detta allir niður í geðinu. Við lendum öll í einhverju. En þegar við getum ekki eða höfum engan til að tala við um það sem er að valda okkur vanlíðan, þá hrynjum við. Niður í þunglyndi, kvíða og sjálfsvígshugsanir.

Þögnin drepur!

Lyf hjálpa sumum en öðrum ekki. Þau hjálpa til við að deyfa geðið niður en þær hjálpa okkur ekki að takast á við ástandið. Aðeins það að tala við einhvern sem maður treystir gerir það.

Sálfræðingur, heimilislæknir, iðjuþjálfi, hjúkrunarfræðingur, félagsráðgjafi, foreldri, maki, vinur…. Einhver sem dæmir ekki. Einhver sem fær mann ekki sjá eftir að opna á það sem maður óttast mest. Bara það að losa sig undan skömminni hjálpar. Losa sig undan því að finnast maður vera meingallað eintak, þegar maður er einfaldlega mannlegur með kjánalegar tilfinningar.

Eins og allir hinir.

Það væri óskandi að það væri jafn auðvelt aðgengi að fagfólki eins og að lyfjum. Í jafn langan tíma. Að það sé líka niðurgreitt. En á meðan ráðamenn finna leiðir til þess að gera þennan möguleika að raunveruleika þurfum við að gera meira af svona átökum eins og #égerekkitabú, #útmeða og #heilabrot.

Við þurfum, á einhvern hátt, að losa okkur undan fortíðinni. Ekki með því að deyfa okkur gagnvart henni, heldur með því að ræða hana, skrifa hana, syngja hana, garga hana… hvað eina það sem losar okkur við skömmina.

Við þurfum að vera til staðar og hlusta og ekki dæma. Ekki hneykslast og ekki gagnrýna og ekki fordæma. Það eiga allir sína sögu, sumar eru bara óþægilegar en aðrar eru ljótar. Meira segja margar skelfilega ljótar.

Við viljum ekki trúa þeim. Við viljum ekki trúa því að mannskepnan geti verið svona vond. Við viljum heldur ekki heyra okkar nánustu tala um hversu illa þeim líður. Við viljum að þau rífi sig upp úr svona niðurrífsstarfsemi. Það er nefnilega engin skynsemi í því.

En þessar sögur þurfa allar að fá að heyrast.

(…og það er engin skynsemi í tilfinningum).

 

Takk fyrir þið sem þorið að segja ykkar sögu, hver sem hún er. Ég held að þið séuð að gera heiminn að betri stað.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst