Enn og aftur ætlar Isavia að takmarka flugumferð til Vestmannaeyja á �?jóðhátíðinni um Verslunarmannahelgina og var það eftir að hafa rætt við einn hagaðila en aðrir látnir sitja á hakanum. Okkur var hins vegar boðið á fund þar sem við héldum að það ætti að ræða þessi mál en þá var það bara kynning á því hvernig þetta Á AÐ VERA.
Fyrirhugað er að setja upp svo kallað �??slotta�?? kerfi en þá verða flugmenn að panta slott og hefur atvinnuflugið að sjálfsögðu forgang sem við skiljum en eitt skiljum við ekki að aðeins verða 8 slott á hálftíma en ein hreyfing tekur 2 slott og þar af leiðandi fá 8 vélar að hreyfa sig á hverri klukkustund. Isavia hefur gert Vestmannaeyjaflugvöll að haftasvæði um þessa helgi sem við teljum að stangist jafn vel á við reglugerðir þar sem flugvöllurinn í Vestmannaeyjum er skilgreindur sem AFIS þjónusta. �?að er alveg klárt að verið er að gera þetta til að neita hinum almenna flugmanni að skreppa út í Eyjar um þessa vinsælu helgi, þetta er ekki ósvipað eins og að leyfa bara rútum aðgang að �?órsmörkinni en ekki jeppafólki, kannski er það bara næst. �?egar eldgosið var á Fimmvörðuhálsi þá var mikil flugumferð á svæðinu í óstjórnuðu rými og var það ekkert vandamál, eins má nefna hina frægu Oshkosh flugsýninguna í Bandaríkjunum þar sem flugmenn stjórna sjálfir traffíkinni og gengur það mjög vel. �?að virðist vera alveg sama hvað forsvarsmenn þessa opinbera hlutafélags geri, þá verða þeir að vinna gegn almannaflugi. Höfundur er formaður Félags flugmanna og flugvélaeigenda og Vestmannaeyjingur.