Ertu með frábæra hugmynd? Uppbyggingarsjóður Suðurlands auglýsir eftir umsóknum. Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði nýsköpunar, menningar og atvinnuþróunar á Suðurlandi. Umsóknarfrestur er til og með 19. apríl nk. Uppbyggingarsjóður Suðurlands tekur við hlutverki Menningarráðs og Vaxtarsamnings Suðurlands. Uppbyggingarsjóðurinn er hluti af Sóknaráætlun Suðurlands og er á ábyrgð Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.
Markmið Uppbyggingarsjóðs Suðurlands:
· Að styðja við verkefni sem efla fjölbreytileika atvinnulífs og jákvæða samfélagsþróun á Suðurlandi
· Að efla menningarstarfsemi og listsköpun á Suðurlandi
· Að styðja við atvinnuskapandi- og/eða framleiðniaukandi verkefni á Suðurlandi
Stuðningur við styrkþega, frumkvöðla og einstök verkefni getur einnig falið í sér tímabundna vinnuaðstöðu í frumkvöðlasetri SASS og/eða beina aðstoð ráðgjafa við verkefnið.
Aðstoð við umsóknir veitir Hrafn Sævaldsson í �?ekkingarsetri Vestmannaeyja í síma 8612961 og hrafn@setur.is. Allar umsóknir þurfa að berast rafrænt í gegnum venn sass.is.