Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs í gær er vitnað í bókun ráðsins frá 30.maí þar sem var lögð áhersla á að Blátindi VE yrði komið fyrir á sínum stað 27. júní. Í ljósi þess að ekki er ráðlegt að raska Skanssvæðinu yfir mesta ferðamannatímann var ákveðið að fresta framkvæmdum fram á haustið.
Reiknað er með að framkvæmdir hefjist seinni partinn í ágúst. Ráðið lýsir yfir vonbrigðum með að ekki hafi tekist að koma Blátindi fyrir á tilætluðum tíma en tekur undir að ekki sé ráðlegt að raska Skanssvæðinu yfir sumarið. Ráðið ítrekar að verkinu verði haldið áfram seinnipart ágústmánaðar. Ráðið mun taka málið upp á fundi í september.
Vélbáturinn Blátindur VE 21 var byggður í Dráttarbraut Vestmannaeyja h. f. og lauk smíði hans í júlí 1947. Skipasmíðameistari var Gunnar Marel Jónsson, en hann var þjóðkunnur fyrir vélbáta sína. Smíði bátsins var hluti af raðsmíði fiskiskipa fyrir tilstilli ríkisstjórnarinnar til endurnýjunar á fiskiskipaflota þjóðarinnar í stríðslok.
�?egar Blátindur hljóp af stokkunum var hann með stærstu og glæsilegustu fiskiskipum í Vestmannaeyjum. Báturinn var gerður út frá Eyjum til ársins 1958, en þá var hann seldur burt og gerður út frá ýmsum verstöðvum vestan og norðan lands. �?á var Blátindur notaður sem varðskip í Faxaflóa sumrin 1950 og 1951 og var þá búinn fallbyssu.
Í Vestmannaeyjum voru byggðir 28 opnir bátar og 76 þilfarsvélbátar úr eik og furu,allt upp í 188 smálestir á árunum 1907 til 2000. Blátindur er síðasti vélbáturinn, sem eftir er af þessum flota.
Hann er dæmigerður fyrir þá vélbáta, sem smíðaðir voru í Vestmannaeyjum á fyrri hluta aldarinnar og voru notaðir til sjósóknar á vetrarvertíðum og sumarsíld fyrstu sex til sjö áratugi aldarinnar.