Í tilefni þess að 30 ár eru liðin frá útgáfu plötunnar Leyndamál með hljómsveitinni Grafík voru haldnir tónleikar um mánaðarmótin nóvember desember í Reykjavík og á Akureyri. Hljómsveitin ætlar nú að byrja árið í Vestmannaeyjum og vera með tónleika í höllinni um þrettánda helgina.
Platan Leyndarmál
�?essi goðsagnakennda hljómsveit starfaði við miklar vinsældir og gott orðspor á níunda áratug síðustu aldar og var hljómplatan Leyndarmál ein af þessum plötum sem en lifir í dag. Platan sem fékk á sínum tíma mjög góða dóma og einstaka viðtökur og má þá sérstaklega nefna lagið Presley og Prinsessan
Hljómsveitina skipuðu Andrea Gylfadóttir söngkona, Baldvin Sigurðsson bassaleikari, Hjörtur Howser hljómborðsleikar, Rafn Jónsson trommuleikari og Rúnar �?órisson gítarleikari. Á tónleikunum mun Egill �?rn Rafnsson fylla skarð föður síns, en Rafn lést árið 2004. Grafík spilaði síðast saman fyrir um 30 árum síðan og rifjar upp gamla takta á nýju ári í Vestmannaeyjum.