Fundur fulltrúa Eyjalistans og H-listans stendur núna yfir, þar er Eyjalistinn að kanna grundvöll fyrir mögulegu samstarfi. Eyjalistinn hitti í dag fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og var markmið þess fundar það saman.
Njáll Ragnarsson, oddviti Eyjalistans, sagði í samtali við Eyjafréttir í dag að þeir hafi fundað í gær hjá Eyjalistanum, �??við ákváðum að hópur frá okkur færi til fundar við bæði hin framboðin í dag og svo metum við framhaldið út frá þeim. Við erum í raun að kanna grundvöll fyrir mögulegu samstarfi, skoða hvar við erum sammála og hvar okkur greinir á og reyna að meta stöðuna út frá því.�??
�?á á svo eftir að koma í ljós hvort Eyjalistinn finni grundvöll fyrir samstarfi með öðruhvoru framboðinu, en ætla má að ákvörðun verði tekin um meirihluta á næstu dögum.