�??�?etta erum við að hafa gaman og vonandi verður útkoman góð,�?? segir Friðrik Dór Jónsson, en þeir Jón Jónsson, bróðir hans, eru búnir að semja tvö �?jóðhátíðarlög. Annað er viljandi þakið klisjum og er alvöru �?jóðhátíðarlag samkvæmt Jóni. Hitt er í smíðum en þegar Fréttablaðið náði í skottið á þeim bræðrum voru þeir í stúdíói með Stop Wait Go bræðrum, Ásgeiri Orra og Pálma Ragnari Ásgeirssonum, að leggja lokahönd á síðara lagið, greinir vísir.is frá
�??Við erum með lag sem verður ein heild í myndbandinu en sem lag í spilun í útvarpi og á Spotify verða þau tvö. �?etta er í fyrsta sinn sem það eru tvö �?jóðhátíðarlög. Annað laganna er aðallagið en hitt er meira til gamans. Aðallagið er einlægt og á að kalla fram hina einu sönnu �?jóðhátíðarstemningu. �?að er því þakið klisjum; epískt, með upphækkun, C-kafla og bakröddum,�?? segir Jón og Friðrik bætir við: �??Aðaltvistið er að það séu bónuspælingar í gangi.�??
�?eir bræður hafa hent hundruðum slagara í eyru landsmanna en hafa lítið unnið saman fyrr en nú. �??Við gerðum eitt lag á fyrstu plötu Frikka og Komum heiminum í lag, sem var fyrir hjálparstarf. Annars unnum við bara saman í gamla daga á umbúðalagernum hjá Saltkaup. Frikki tók ekki lyftaraprófið reyndar en var samt að keyra,�?? segir Jón og hlær. �??Jón tók prófið enda löghlýðnari en ég,�?? bætir Friðrik við.
�??Við stígum stundum á svið saman og það er gott að vera komnir með sameiginlegt lag sem við getum gripið í,�?? segir Jón en þeir ætla að halda til Vestmannaeyja, vonandi í dag eða á morgun, eftir því hvernig vindar blása og taka upp myndband. �??�?að er vilji til að gera eitthvað annað en myndband af okkur að labba inn í söngklefa. �?að er búið að vera þannig undanfarin ár. En við sjáum til hvernig það tekst. Kannski förum við bara í söngklefa í Eyjum,�?? segir Jón.