Opinn �?jóðhátíðarfundur var haldinn í gærkvöldi. Á dagskrá fundarins var meðal annars kapphlaupið um tjaldstæði, bílastæðamál á hátíðarsvæðinu, veitingasala, hreinlæti og margt fleira. Tekin var ákvörðun um að ekkert kapphlaup yrði um tjaldsvæðin í ár, heldur þarf fólk að sækja um hvar það vill vera í dalnum.
�?að má áætla að nánari útskýringar komi úr húsum ÍBV hvað þetta varðar. En í umsókninni á umsækjandi að setja fram óskir sínar um götu og stærð tjaldsins. Kapphlaupið hefur verið á milli tannanna á fólki og margir ekki sáttir við fyrirkomulagið eins það hefur verið, þessum breytingum fagna því sennilega margir.