Hin árlega sjö tinda ganga var haldinn á laugardaginn í mikilli rigningu og litlu skyggni. Mætingin var óvenju góð miða við veðurskilyrði og tóku um tuttugu mans þátt í göngunni, aðeins tveir fóru þó alla sjö tindana.

Gangan hófst við Klaufina og þaðan var haldið uppá Stórhöfða. Næst átti að fara upp á Sæfell, Helgafell, Eldfell, Heimaklett, upp á Hána yfir Molda, eggjarnar og niður Dalfjallið. Björgunarsveitin mælti ekki með því að fólk færi Dalfjallið og Heimaklett útaf veðri. Allir þáttakendur fóru uppá Stórhöfða og svo var mismunandi hvenær fólk hætti í göngunni og aðeins tveir kláruðu eins og áður sagði.

Aðgangseyrir í gönguna var 2000 kr og safnaðist 40.000krónur og rann sú fjárhæð til Krabbameinsvarnar í Vestmannaeyjum.