Hægt að sækja um lóð fyrir þjóðhátíðartjaldið í næstu viku

Nýtt fyrirkomulag verður prófað í ár hjá ÍBV hvernig fólk fær stæði undir þjóðhátíðartjöldin sín.  Sækja þarf um “lóð” á www.dalurinn.is , skrá sig þar inn og fylla út upplýsingar sem beðið er um.
10. júlí 2018 kl. 10:00
Opnað verður fyrir skráningu á www.dalurinn.is, það þarf að skrá sig inn í kerfið líkt og þegar miðar í Dalinn eru keyptir. Send verður staðfesting á skráningu með tölvupósti.
Mikilvægt er að allir reitir sé fylltir út svo að umsókn sé gild. Nauðsynlegt er að vita nákvæma breidd á tjaldinu áður en umsókn er fyllt út.
 
24. júlí 2018 kl. 10:00
Síðasti dagur skráningar á www.dalurinn.is.
26. – 28. júlí 2018
Staðfesta umsókn um lóð. Það er gríðarlega mikilvægt að staðfesta umsóknir á www.dalurinn.is undir mínar pantanir.
30. júlí 2018
 
Mánudaginn 30. júlí 2018 verða birtar nákvæmar staðsetningar á lóðum til allra þeirra sem sóttu um á réttan hátt í gegnum dalurinn.is. Þessar upplýsingar munu vera aðgengilegar undir mínar síður á www.dalurinn.is.

Mest lesið