Sunna Guðlaugsdóttir er flestum Eyjamönnum góðu kunn, hún hefur sungið sig inní hjörtu eyjamanna á síðustu árum. Hún flutti á sínum tíma til Vestmannaeyja með kærasta sínum Heimi, en hann er fæddur og uppalin Eyjamaður, sonur hjónanna Mörtu Jónsdóttur og Gústaf Ó. Guðmundssonar. Kærustuparið býr reyndar núna í Danmörku og hafa sest þar að. Sunna ætlar að halda tónleika á Slippnum í júlí og er einnig að vinna að sinni fyrstu plötu, en plötuna hefur hún gengið með í maganum í um tíu ár.

Þetta var eins og sturta bensíni á bálið og síðan hef ég ekki hætt
Segðu mér aðeins frá aðdragandanum að þeirri ákvörðun að gefa út plötu núna? Þetta er búið að taka mig svona 10 ár að koma mér í þetta, ótrúlegt en satt. Ég hef sungið og samið tónlist síðan ég var 14 ára og alltaf átt fullt af lögum og textum til, en byrjaði af alvöru að hugsa um að gefa út plötu þegar ég var 16 ára. Mér hefur samt tekist að sannfæra sjálfa mig ótrúlega oft um það að ég ætti að vera að gera eitthvað allt annað en að vera í tónlist. Sama hvað ég hef verið að gera hefur alltaf verið rosaleg togstreita í mér og ég hef aldrei einhverveginn verið nógu ánægð í því sem ég var að gera, námi né starfi, af því tónlistin togaði alltaf svo rosalega í mig. Mér fannst aldrei vera rétti tíminn, eða fannst ég ekki kunna nógu vel á hljóðfæri til að geta komið fram með eigin lög, textarnir mínir of barnalegir, lögin ekki nógu tilbúin eða hvað sem er.

Efni á þessari síðu er aðeins fyrir áskrifendur. Vinsamlegast skráðu þig inn til að lesa meira eða gerast áskrifandi.

Existing Users Log In