Í gær var bandarísk dæla sem tók þátt í sögulegri glímu við hraunflauminn í Heimaeyjargosinu ræst með viðhöfn á Básaskersbryggju þar sem hún hafði aðsetur forðum. Nú er unnið að heimildamynd um eldhugana sem stóðu vaktina í gosinu og munu kvikmyndagerðarmennirnir Valdimar Leifsson og Ragnar Th. Sigurðsson festa atburðinn á Básaskersbryggju á filmu. Eyjamenn og þjóðhátíðargestir eru hvattir til að mæta. Flóvent Máni og samstarfsmenn hans í Áhaldahúsinu hafa hlúð að dælunni en það var Theódór Theódórsson sem ræsti dæluna.