Mynd – Lögreglan í Vestmannaeyjum

Samkvæmt heimildum Eyjafrétta var áhöfn um borð í bát sem lá við smábátabryggjuna handtekin á mánudaginn eftir að lögreglan hafði rannsakað um borð bátnum.

Lögreglan í Vestmannaeyjum staðfesti við Eyjafréttir að leit hefði farið fram í bát og að fíkniefnahundurinn hefði verið lánaður. „Ég get staðfest það að það fór fram leit í bát sem lá við bryggju í Vestmannaeyjahöfn sl. mánudag.  Hlutverk lögreglu var að kanna með vegabréf áhafnar og síðan lánuðum við Tollgæslunni fíkniefnaleitarhund vegna leitarinnar.“