Björgunarfélag Vestmannaeyja var ræst út fyrr í kvöld af Neyðarlínunni til þess að sækja mann um borð í bát en maðurinn var með brjóstverk. Arnór Arnórsson hjá Björgunarfélaginu sagði að þeir hefðu farið með björgunarbátnum Þór að sækja manninn og að sjúkraflutningamaður og læknir fóru með að sækja hann, ekki var hægt að veita nán­ari upp­lýs­ing­ar að svo stöddu.