Stúlkurnar í U17 landsliði Íslands eru komnar í milliriðil í undankeppni fyrir EM eftir stórsigur gegn Moldavíu í gær. Riðillinn fer fram í Moldavíu og var því Ísland að spila á móti heimaliðinu.  Clara Sigurðardóttir úr ÍBV skoraði þrjú mörk.

Sigurinn þýðir það að farseðillinn í milliriðla er staðfestur en tvö efstu lið riðilsins fara í milliriðla. Ísland er með sex stiga eftir tvo leiki, rétt eins og England.  Ísland mætir Englandi á þriðjudaginn og hefst sá leikur klukkan 12:00.