KSÍ hefur staðfest ráðningu sína á næsta kvennalandsliðsþjálfara, það er Jón Þór Hauksson sem tekur við starfinu. Jón Þór var síðasti þjálfari hjá Stjörnunni í Pepsi deild karla en áður starfaði hann hjá ÍA. Freyr Alexandersson lét af störfum sem þjálfari liðsins í haust en síðan hefur KSÍ unnið í málinu. 433.is greindi frá.

Ian Jeffs verður aðstoðarmaður Jóns Þórs með liðið. Jeffs var að stýra kvennaliði ÍBV áður. ,,Ég er ánægður með að hafa fengið Jeffs mér til aðstoðar, hann hefur víðtæka reynslu í þjálfun.“

Kvennalandsliðið hefur náð góðum árangri síðustu ár en fyrsta verkefni Jóns verður að koma liðinu á EM árið 2021. Samningar þeirra eru til tveggja ára. Fyrstu leikir þeirra með liðið verða í janúar en þeir fá æfingahelgi í næsta mánuði.