„Lítil og hógvær maður úr Keflavík,“ voru orðin sem Bjarni Geir Bjarnason notaði þegar hann var beðinn um að lýsa sjálfum sér. Bjarni Geir keypti Hótel Eyjar fyrir tveimur árum síðan og þegar hann keypti hótelið datt honum ekki til hugar að samgöngurnar yrðu svona stórt vandamál eða að Airbnb yrði hans stærsti samkeppnisaðili. Hann hefur stórar hugmyndir fyrir flugvöllinn hérna og segir fólkið í Eyjum frábært og að eyjan hafi aðdráttarafl sem engu finnst ekki annarsstaðar.

„Ég hef alltaf verið með annan fótinn í ferðaþjónustunni, farið með hópa um landið annaðhvort sem leiðsögumaður eða rútubílstjóri. Út frá þessu fór maður að kynnast ferðaþjónustunni og mér finnst eigilega ekkert skemmtilegra en að vera þvælast með hópa um allt land og sýna þeim hitt og þetta og segja þeim sögur, sem maður þarf svo sem stundum aðeins að hliðra til í, en það gerir þær skemmtilegri fyrir vikið,“ sagði Bjarni Geir en meðfram þessu hefur hann unnið sem flugumsjónarmaður síðustu 15 ár.

Rútuferðir á brekkusönginn 
Vestmannaeyja ævintýrið hjá Bjarna Geir byrjaði á rútuferðum á brekkusönginn fyrir sjö árum. „Ég hafði aldrei farið á þjóðhátíð og mig langaði rosalega fara og fór þá að hugsa með hverjum væri gaman að fara með og þá kom hugmyndin að taka bara rjómann af þessu, mæta á brekkusönginn og taka rútuna með og sjá hvað gerist.“ Hann sagði að upphaflega þegar hann byrjaði með rútuferðirnar á Þjóðhátíð að þá hafi Vestmannaeyjar heillað hann upp úr skónum, „það er svo fallegt hérna og eyjan hefur eitthvað aðdráttarafl.“
Áhuginn leyndi sér ekki á rútuferðunum, „fyrsta rútan fylltist á núll einni og ég hef gert þetta síðan eða í sjö ár. Þetta er orðið mjög vinsælt og mörgum sem langar að fara. Í fyrra voru elstu hjónin sem fóru með mér 72 ára, þau upplifðu sig sem unglinga aftur þeim fannst svo gaman. Þau eru ennþá að minnast á þetta ef ég rekst á þau.“

Efni á þessari síðu er aðeins fyrir áskrifendur. Vinsamlegast skráðu þig inn til að lesa meira eða gerast áskrifandi.

Existing Users Log In