Karl­maður á fimm­tugs­aldri var í gær dæmd­ur í 45 daga skil­orðsbundið fang­elsi og til að greiða 350 þúsund krón­ur í miska­bæt­ur fyr­ir að hafa áreitt leigu­bíl­stjóra kyn­ferðis­lega í Vest­manna­eyj­um meðan Þjóðhátíð stóð yfir. Maður­inn reyndi meðal ann­ars að grípa utan­k­læða í brjóst og kyn­færi bíl­stjór­ans og viðhafði kyn­ferðis­leg um­mæli, þessu greinir mbl.is frá.

Var kon­an að keyra mann­inn úr Herjólfs­dal þegar hann hóf að áreita hana kyn­ferðis­lega með því að reyna að grípa í brjóst henn­ar og kyn­færi. Gerði hún at­huga­semd­ir við at­hæfi manns­ins og hafi hann að lok­um hætt því. Þegar þau komu á leiðar­enda hafi hann svo ekki viljað borga far­gjaldið og talið það hátt og kallaði kon­an þá á aðstoð lög­reglu.

Kom fram við skýrslu­töku yfir öðrum leigu­bíl­stjór­um að þegar kon­an hefði kallað eft­ir aðstoð hefði hún virst ótta­sleg­in og í miklu upp­námi. Þá hefði hún tjáð tveim­ur bíl­stjór­um sem fyrst komu á vett­vang að maður­inn hefði snert sig og leitað á sig. Þá lýstu vitn­in að hún hefði verið skelf­ingu lost­in og miður sín af hræðslu.

Maður­inn viður­kenndi að hafa rifið kjaft við kon­una og verið dóna­leg­ur þegar hann hefði verið rukkaður um far­gjaldið, sem hon­um þótti of hátt, en hann neitaði að hafa áreitt kon­una. Sagðist hann mögu­lega hafa kallað hana tussu, en tók fram að hann ætti það til að vera ljót­ur í kjaft­in­um. Einnig sagði hann að vel gæti verið að hann hefði spurt brotaþola hvernig hún væri í ból­inu. Við ákvörðun sína seg­ir í dóm­in­um að stuðst sé við að framb­urður kon­unn­ar hafi verið sam­hljóða hjá lög­reglu og dómi og þótt trú­verðugur. Þá renni framb­urður vitna stoðum und­ir frá­sögn henn­ar. „Að þessu virtu þykir dóm­in­um sannað að ákærði hafi í um­rætt sinn gerst sek­ur um þá hátt­semi sem í ákæru grein­ir,“ seg­ir í dóm­in­um.

Málið kom fyrst á borð lög­reglu 1. ág­úst 2015, en ákæra var ekki gef­in út fyrr en 1. mars á þessu ári. Seg­ir í dóm­in­um að töf þessi á meðferð máls­ins sé ekki rétt­lætt á neinn hátt og verði ekki rak­in til manns­ins. Sem fyrr seg­ir var maður­inn einnig dæmd­ur til að greiða kon­unni 350 þúsund krón­ur í miska­bæt­ur, en hún hafði farið fram á 500 þúsund krón­ur.