PwC opnar útibú í Eyjum

Örvar Ormí Ólafsson

Örvar Omrí Ólafsson hefur verið ráðin til PwC. PwC á Íslandi er fyrirtæki á sviði endurskoðunar, reikningsskila, fyrirtækjaráðgjafar, skatta- og lögfræðiráðgjafar. Örvar er búsettur í Vestmannaeyjum og mun hann veita nýrri skrifstofu PwC þar forstöðu.

Örvar lauk B.Sc gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2005 og M.Acc gráðu frá Háskóla Íslands árið 2009. Þá hlaut Örvar löggildingu til endurskoðunarstarfa árið 2016. Örvar hefur talsverða reynslu og þekkingu úr íslensku atvinnulífi en áður hefur Örvar starfað sem endurskoðandi hjá endurskoðunarskrifstofunni BDO og gengt stöðu fjármálastjóra hjá Kynnisferðum ehf. og Reykjavík Excursions ehf.

Viðskiptablaðið greindi frá.