Silja Elsabet er sigurvegari í keppninni ungir einleikarar

Silja Elsabet

Á hverju ári fer fram keppni ungra einleikara sem Sinfóníuhljómsveit Íslands stendur fyrir í samvinnu við Listaháskóla Íslands. Keppnin er opin nemendum á háskólastigi, óháð því hvaða skóla þeir sækja, og fá þeir hlutskörpustu að leika einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Vestmanneyingurinn Silja Elsabet Brynjarsdóttir tók þátt og var ein af sigurvegurunum.

Sinfóníuhljómsveitin og Listaháskóli Íslands leiða saman hesta sína og styðja við efnilegt tónlistarfólk á leið þeirra inn í heim atvinnumennskunnar. Einleikarakeppnin fór fram helgina 26.-27. október. Alls tóku 15 ungir einleikarar þátt og urðu fjórir hlutskarpastir í keppninni að þessu sinni. Það eru þau Guðbjartur Hákonarson, fiðluleikari, Harpa Ósk Björnsdóttir, söngkona, Hjörtur Páll Eggertsson, sellóleikari og Silja Elsabet Brynjarsdóttir, söngkona.

Silja Elsabet mun ásamt hinum sigurvegurunum syngja á sviði í Eldborgar með Sinfóníuhljómsveit Íslands, þann 17 janúar næstkomandi.