Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga fór fram í Rimaskóla í Grafarvogi um síðustu helgi.  Teflt var í fjórum deildum og tóku 46 sveitir þátt. Keppendnirur sem tóku þátt voru um 400 talsins allstaðar af landinu og einnig nokkrir erlendir skákmenn.

Taflfélag Vm. var með tvær sex manna sveitir, aðra í 3ju deild og hina í 4. deild.  Félagið tók þá ákvörðun af fjárhagslegum ástæðum fyirr þremur árum að byggja  alfarið á innlendum skákmönnum sem eru allir félagsmenn í TV.  Alls tóku 20 félagsmenn TV þátt í keppninni og tefldu  frá einni til fjórar skákir hver um sig.  Eftir fjórar umferðir er lið TV í 3ju deild í sjöunda sæti af 14, með tvo sigra og tvö töp og lið TV í fjórðu deild er í fimmta sæti af 14 , með tvo sigra og tvö töp.    Að sögn Arnars Sigurmundssonar form. TV eru menn  mjög sáttir við stöðuna , en í mars 2019 verður mótið klárað en alls verða tefldar sjö umferðir.  Sem fyrr sagði var lið TV blanda heimamanna og brottfluttum og vakti nokkra athygli að í liði Eyjamanna  voru tveir alþingisþingmenn,  Páll Magnússon og Karl Gauti Hjaltason lögðu sitt af mörkum.