Bókin Níu líf Gísla Steingrímssonar er komin út og er útgáfuhóf í Eldheimum í kvöld. Gísli kynnir og les úr nýrri bók sinni Níu líf Gísla Steingrímssonar, ævintýramanns úr Eyjum sem Sigmundur Ernir Rúnarsson tók saman. Í hófinu mun Rósalind Gísladóttir einnig syngja nokkur lög.

Það er bókaútgáfan Veröld sem gefur út þetta einstaka rit. Í kynningu segir: Saga Eyjapeyjans sýnir og sannar að veruleikinn getur verið lygilegri en nokkur skáldskapur.

Við lofum frábærri skemmtun og hvetjum alla til að mæta í Eldheima í kvöld kl: 20.