Peyjabankinn hefur hafið göngu sína á ný

Peyjabankinn er farin aftur af stað. Þessi næstvinsælasti veðbanki Íslands hóf göngu sína á ný á dögunum og að þessu sinni mun allur hagnaður bankans renna til fjölskyldu Kolbeins Arons Arnarsonar, en Kolli var fastakúnni í bankanum. Áhugasamir um HM í handbolta og allir aðrir geta þarna veðjað á úrslit í leikju HM í hanbolta sem hefst í kvöld.

Sigurður Bragason bankastjóri heldur utan um bankann og Þorgils Orri Jónsson sér um tæknimál. Í ár kostar 2500 krónur að vera með. Um leið og þú skráir þig á að leggja þá upphæð inn á reikning 582-26-763 kt:120777-4759 (Siggi Braga). Þeir sem ekki hafa lagt inn fyrir fyrsta leik Íslands verða ekki með, það er því hægt að taka þátt til klukkan 17:00 á morgun.

Hægt er að skrá sig til leiks hérna. Eins og áður hefur komið fram mun allur hagnaður renna til fjölskyldu Kolbeins Arons.