Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja á fimmtudaginn var lögð fram sameiginleg bókun allra bæjarfulltrúa þar sem þeir mótæla harðlega þeirri ákvörðun
dómsmálaráðherra að fella sýslumannsembættið í Vestmannaeyjum undir
sýslumanninn á Suðurlandi. Augljóslega væri hægt að leysa tímabundna fjarveru skipaðs sýslumanns með því að setja fulltrúa hans í Eyjum í starfið í stað þess að flytja yfirmannsstarfið í annað sveitarfélag.

Bæjarstjórn Vestmannaeyja skorar á dómsmálaráðherra að hætta við þessa
ráðstöfun og setja sýslumann tímabundið í sýslumannsstarfið í
Vestmannaeyjum, en fella það ekki undir annað embætti.
Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að koma bókuninni á framfæri við hlutaðeigandi aðila.

Hægt er að lesa bókunina í heilkd sinni hérna.